Lóperamíð, 2 mg, frostþurrkaðar töflur
Immex
Lausasölulyf við bráðum niðurgangi.
- Leysist upp á tungu
- Virkar hratt
- Má nota frá 12 ára aldri
- Dregur úr þarmahreyfingum
Ábending:
- Immex er notað til meðferðar við einkennum bráðs niðurgangs hjá fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri.
Frábendingar:
Lóperamíðhýdróklóríð má ekki nota hjá:
- Einstaklingum með þekkt ofnæmi fyrir lóperamíðhýdróklóríði eða einhverju hjálparefnanna
- Börnum yngri en 2 ára
- Sjúklingum með bráða iðrakreppu (dysentery) sem einkennist af blóði í hægðum og hækkuðum líkamshita
- Sjúklingum með bráða sáraristilbólgu
- Sjúklingum með garna- og ristilbólgu af völdum baktería sem orsakast af sýkingum, þar á meðal salmonellu, shigellu og kamfýlóbakteríu
- Sjúklingum með sýndarhimnuristilbólgu í tengslum við notkun breiðvirkra sýklalyfja
Notkunarupplýsingar: Tvær frostþurrkaðar töflur (4 mg) í upphafi og síðan 1 frostþurrkuð tafla (2 mg) eftir hverjar lausar hægðir, í fyrsta lagi klukkustund eftir upphafsskammt. Venjulegur skammtur er 3–4 frostþurrkaðar töflur (6 mg–8 mg) á sólarhring; hámarksskammtur á sólarhring skal ekki fara yfir 6 frostþurrkaðar töflur (12 mg).
Unglingar 12 ára og eldri: Ein frostþurrkuð tafla (2 mg) í upphafi og síðan 1 frostþurrkuð tafla (2 mg) eftir hvert niðurgangsskot, í fyrsta lagi 1 klukkustund eftir upphafsskammt. Hámarksskammtur á sólarhring skal ekki að fara yfir 4 frostþurrkaðar töflur (8 mg).
Hámarksmeðferðarlengd án samráðs við lækni er tveir dagar.
Meðganga og brjóstagjöf
Meðganga:
- Forðast skal notkun Immex á meðgöngu, einkum á fyrsta þriðjungi meðgöngu.
Brjóstagjöf:
- Smávægilegt magn kann að skiljast út í brjóstamjólk. Leitaðu ráða hjá lækninum um viðeigandi meðferð.
LESIÐ FYLGISEÐILINN FYRIR NOTKUN
Ítarupplýsingar
- Virkt innihaldsefni
- Lóperamíð
- Lyfjaform
- Frostþurrkaðar töflur
- Styrkleiki
- 2 mg
- Magn
- 12 stk
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.