Íbúprófen 400 mg

ibuxin rapid

Lausasölulyf við verkjum, bólgu og hita.

  • Verkar hraðar en hefðbundnar íbúprófen töflur.

Ábending:

  • Skammtíma einkennameðferð við vægum til miðlungi miklum verkjum, svo sem höfuðverk, tannverk, tíðaverk og hita og verkjum sem fylgja kvefi.
  • Skammtíma einkennameðferð við bráðum mígrenihöfuðverk, með eða án fyrirboðaeinkenna.

Notkunarupplýsingar: Upphafsskammtur er 200 mg eða 400 mg. Ef nauðsyn krefur má taka 200 mg eða 400 mg viðbótarskammta af lyfinu. Tímabil á milli skammta skal velja með tilliti til einkenna og ráðlagðs hámarksskammts á dag. Það skal ekki vera minna en 6 klst. fyrir hvern skammt. Heildarskammtur má ekki fara yfir 1.200 mg af ibuprofeni á neinu 24 klst. tímabili. Ef nota þarf lyfið í meira en 3 daga vegna mígrenihöfuðverks eða hita, eða meira en 4 daga við verkjameðferð eða ef einkennin versna, er sjúklinginum ráðlagt að leita til læknis.

LESIÐ FYLGISEÐILINN FYRIR NOTKUN.

Ítarupplýsingar

Virkt innihaldsefni
Íbúprófen
Lyfjaform
Filmuhúðuð tafla
Styrkleiki
400 mg
Magn
30 stk

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

IBR.L.A.2021.0003.01

Sölustaðir

Fæst í næsta apóteki.