Ibuprofen Zentiva
Ibuprofen Zentiva inniheldur íbúprófen, sem tilheyrir flokki lyfja sem kölluð eru NSAID-lyf (bólgueyðandi lyf sem ekki eru sterar). Þessi lyf draga úr verkjum, hita og bólgum. Ibuprofen Zentiva er notað sem meðferð við gigtarsjúkdómum s.s. liðbólgusjúkdómum (t.d. iktsýki), gigtarsjúkdómum sem ekki tengjast liðum (t.d. slitgigt) eða öðrum vöðva- og liðasjúkdómum og meiðslum á mjúkvefjum.
Ábendingar:
Ibuprofen Zentiva 400 mg og 600 mg er ætlað fullorðnum og unglingum sem náð hafa 40 kg (eldri en 12 ára).
Ibuprofen Zentiva 400 mg og 600 mg filmuhúðaðar töflur:
- Gigtarsjúkdómar s.s. liðbólgusjúkdómar (t.d. iktsýki þ.m.t. barnaiktsýki), vöðvagigt, aðrir liða- og vöðvasjúkdómar og meiðsli á mjúkvefjum.
Ibuprofen Zentiva 400 mg:
- Að auki er Ibuprofen Zentiva 400 mg notað sem meðferð við tímabundnum verkjum, mígreni, tíðaverkjum og/eða hita.
Frábendingar:
Ibuprofen Zentiva er ekki ætlað sjúklingum með:
- ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- sögu um ofnæmisviðbrögð (t.d. berkjukrampa, astma, nefslímubólgu, ofnæmisbjúg eða ofsakláða) við asetýlsalisýlsýru eða öðrum NSAID-lyfjum
- blóðstorknunarsjúkdóma eða sjúkdóma sem fela í sér aukna blæðingartilhneigingu
- magasár/blæðingar eða sögu um endurtekin magasár/blæðingar (tvö eða fleiri aðgreind tilvik sáramyndunar eða blæðinga)
- sögu um blæðingar eða sáramyndun í meltingarvegi í tengslum við fyrri meðferð með NSAID-lyfjum
- blæðingu í heila eða aðrar virkar blæðingar
- óútskýrðar blóðmyndunartruflanir
- alvarlega skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi
- alvarlega hjartabilun (NYHA flokkur IV)
- á síðasta þriðjungi meðgöngu
- umtalsverðan vökvaskort (vegna uppkasta, niðurgangs eða of lítillar vökvainntöku)
Markaðsleyfishafi: Zentiva k.s.
Ítarupplýsingar
- Tegund lyfs
- M01AE - Própíónsýruafleiður
- Virkt innihaldsefni
- íbúprófen
- Lyfjaform
- Filmuhúðaðar töflur
- Styrkleiki
- 400, 600 mg
- Magn
- 30, 100 stk.
Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá