Ibandronic acid Alvogen

Ibandronic acid Alvogen inniheldur virka efnið íbandrónsýru. Íbandrónsýra tilheyrir bisfosfónatflokknum sem hefur sérvirkni á bein. Ibandronic acid Alvogen getur snúið við beintapi með því að stöðva meira beintap og auka beinmassa hjá flestum konum sem taka það, jafnvel þó að þær sjái ekki eða finni muninn þar á. Ibandronic acid Alvogen getur minnkað líkur á beinbrotum (sprungum). Sýnt hefur verið fram á að hætta á brotum í hrygg minnkar en ekki hætta á mjaðmarbrotum.

Ábendingar:

  • Meðferð við beinþynningu hjá konum eftir tíðahvörf sem eru í aukinni hættu á beinbrotum
  • Sýnt hefur verið fram á að hætta á samfallsbrotum í hrygg minnkar, virkni gegn brotum á lærleggshálsi hefur ekki verið staðfest.

Frábendingar:

  • Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • Blóðkalsíumlækkun
  • Frábrigði í vélinda sem seinka vélindatæmingu, svo sem þrengsli eða vélindislokakrampi
  • Vangeta til að standa eða sitja uppréttur í a.m.k. 60 mínútur

Markaðsleyfishafi: Alvogen

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
M- Vöðvasjúkdóma og beinagrindarlyf
Virkt innihaldsefni
Íbandrónsýra
Lyfjaform
Filmuhúðaðar töflur
Styrkleiki
150 mg
Magn
3 stk.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is

IBA.R.2021.0001.01

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
046812150 mg3 stk.