Iasibon

Iasibon inniheldur virka efnið íbandrónsýru. Íbandrónsýra tilheyrir bisfosfónatflokknum sem hefur sérvirkni á bein. Þessi sérhæfða verkun á beinvef byggir á mikilli sækni bisfosfónata í steinefni beina. Bisfosfónöt verka með því að draga úr beinætuvirkni. Það verkar með því að draga úr kalktapi úr beinum, þó að nákvæmur verkunarháttur sé enn ekki ljós. Það kemur í veg fyrir að bein þín veikist.

Ábendingar:

Iasibon er ætlað fullorðnum til:

  • Varnar beinkvillum (brotum sem stafa af sjúkdómum, fylgikvillum í beinum þegar þörf er á geislaeðferð eða skurðaðgerð) hjá sjúklingum með brjóstakrabbamein og meinvörp í beinum
  • Meðferðar á blóðkalsíumhækkun af völdum æxlis, með eða án meinvarpa

Frábendingar:

  • Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • Blóðkalsíumlækkun

Markaðsleyfishafi: Pharmathen S.A.

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
M - Vöðvasjúkdóma- og beinagrindarlyf
Virkt innihaldsefni
Íbandrónsýra
Lyfjaform
Innrennslisþykkni, lausn
Styrkleiki
1 mg/ml
Magn
2 ml

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is

IAS.R.2021.0001.01

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
1890521 mg/ml2 ml