SureSign
Hraðpróf til ákvörðunar á D-vítamíni í blóði
Suresign D-vítamín hraðpróf er hraðvirk ónæmisgreining með litskiljun til ákvörðunar á magni 25-hýdroxý-D-vítamíni í blóðdropa. Þetta próf gefur forniðurstöður sem hægt er að nota til þess að skima fyrir D-vítamínskorti.
Heilsufarsáhætta vegna D-vítamínskorts er mun alvarlegri en áður var haldið. D-vítamínskortur getur tengst ýmsum alvarlegum sjúkdómum: beinþynningu, beinkröm, heila og mænusiggi (MS), hjarta- og æðasjúkdómum, fylgikvillum á meðgöngu, sykursýki, þunglyndi, heilablóðfalli, sjálfsofnæmissjúkdómum, flensu, mismunandi tegundum krabbameins, smitsjúkdómum, Alzheimer sjúkdómi, offitu, hærri dánartíðni og fleiri sjúkdómum.
Vinsamlegast lesið fylgiseðilinn vandlega áður en prófið er framkvæmt og fylgið leiðbeiningum skref fyrir skref. Ef leiðbeiningum er ekki fylgt getur það valdið röngum niðurstöðum. Sjá nánar takmarkanir í fylgiseðli.
Framkvæmd prófsins er auðveld. tekinn er blóðdropi úr fingurgómi löngutangar eða baugfingurs. Blóðdropinn er dreginn upp í dropateljara og buffer blandaður saman við áður en dropinn er settur á prófspjald.
Lesa skal niðurstöður eftir 10 mínútur en þá er T-línan borin saman við „D-vítamín litaspjaldið“ sem fylgir með prófinu svo hægt sé að vita D-vítamín styrk blóðsins. Ekki skal lesa niðurstöður eftir meira en 20 mín.
Á fylgiseðili er viðmiðunartafla.
Hvernig virkar D-vítamínprófið?
25-hýdroxý-D-vítamín er helsta geymsluform D-vítamíns í líkamanum. Því er hægt að ákvarða heildarstöðu D-vítamíns með því að greina magn 25-hýdroxý-D-vítamíns. 25-hýdroxý-D-vítamín gildi undir 30 ng/mL, ef um jákvæða niðurstöðu er að ræða, gefur til kynna D-vítamínskort eða D vítamínstyrk í neðri mörkum. Í þessum tilfellum er mælt með fæðubótarefnum sem innihalda D vítamín.
Það sem fylgir prófinu:
Prófspjald, buffer/jafni (Aðeins til notkunar í eitt skipti), lansett nál, alkóhólþurrka, dropateljari, fylgiseðill og litaspjald.
Ath.
Hraðpróf til ákvörðunar á D-vítamíni gefur aðeins nálgun á styrk D-vítamíns í blóði. Því er nauðsynlegt að staðfesta niðurstöðuna með annarri greiningaraðferð.