SureSign

Hraðpróf til ákvörðunar á D-vítamíni í blóði

Suresign D-vítamín hraðpróf er hraðvirk ónæmisgreining með litskiljun til ákvörðunar á magni 25-hýdroxý-D-vítamíni í blóðdropa. Þetta próf gefur forniðurstöður sem hægt er að nota til þess að skima fyrir D-vítamínskorti.

Heilsufarsáhætta vegna D-vítamínskorts er mun alvarlegri en áður var haldið. D-vítamínskortur getur tengst ýmsum alvarlegum sjúkdómum: beinþynningu, beinkröm, heila og mænusiggi (MS), hjarta- og æðasjúkdómum, fylgikvillum á meðgöngu, sykursýki, þunglyndi, heilablóðfalli, sjálfsofnæmissjúkdómum, flensu, mismunandi tegundum krabbameins, smitsjúkdómum, Alzheimer sjúkdómi, offitu, hærri dánartíðni og fleiri sjúkdómum.

Framkvæmd prófsins er auðveld.

  • Tekinn er blóðdropi úr fingurgómi löngutangar eða baugfingurs. Blóðdropinn er dreginn upp í dropateljara og buffer blandaður saman við áður en dropinn er settur í sýnahólfið (S) á prófspjaldinu.
  • Lesa skal niðurstöður eftir 10 mínútur en þá er T-línan borin saman við „D-vítamín litaspjaldið“ sem fylgir með prófinu svo hægt sé að vita D-vítamín styrk blóðsins. Ekki skal lesa niðurstöður eftir meira en 20 mín.

Í fylgiseðli er viðmiðunartafla.

Hvernig virkar D-vítamínprófið?

25-hýdroxý-D-vítamín er helsta geymsluform D-vítamíns í líkamanum. Því er hægt að ákvarða heildarstöðu D-vítamíns með því að greina magn 25-hýdroxý-D-vítamíns. 25-hýdroxý-D-vítamín gildi undir 30 ng/mL, ef um jákvæða niðurstöðu er að ræða, gefur til kynna D-vítamínskort eða D vítamínstyrk í neðri mörkum. Í þessum tilfellum er mælt með fæðubótarefnum sem innihalda D vítamín.

Athugið:

Hraðpróf til ákvörðunar á D-vítamíni gefur aðeins nálgun á styrk D-vítamíns í blóði. Því er nauðsynlegt að staðfesta niðurstöðuna með annarri greiningaraðferð.

Það sem fylgir prófinu:

Prófspjald, buffer/jafni (Aðeins til notkunar í eitt skipti), lansett nál, alkóhólþurrka, dropateljari, fylgiseðill og litaspjald.

Varúðarráðstafanir:

Vinsamlegast lestu allar upplýsingarnar í fylgiseðli áður en þú framkvæmir prófið.

  • Aðeins til sjálfsprófunar in vitro.
  • Ekki skal borða, drekka eða reykja á því svæði þar sem sýnið eða prófið er meðhöndlað.
  • Geymið á þurrum stað við 2-30°C (36–86 °F) og forðast skal raka. Notið ekki ef álpakkningin er skemmd eða hefur verið opnuð.
  • Prófið er eingöngu ætlað til forprófunar og ítrekaðar óeðlilegar niðurstöður ætti að ræða við lækni eða annan heilbrigðisstarfsmann.
  • Fylgið tilgreindum tíma nákvæmlega. Alkóhólþurrkuna skal aðeins nota á óskemmda húð.
  • Notaðu prófið aðeins einu sinni. Takið ekki í sundur og snertið ekki prófunargluggann á spjaldinu.
  • Ekki má frysta prófið eða nota eftir fyrningardagsetningu sem prentuð er á umbúðirnar.
  • Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
  • Farga skal prófinu eftir notkun samkvæmt gildandi reglum á hverjum stað fyrir sig.

Sjálfsprófin eru lækningatæki - virkni sönnuð með klínískum prófunum.

Vinsamlegast lesið fylgiseðilinn vandlega áður en prófin eru framkvæmd. Ef leiðbeiningum er ekki fylgt getur það valdið röngum niðurstöðum. Sjá nánar um takmarkanir í fylgiseðli.

SUR.D.001.03