SureSign

Hraðpróf til þáttagreiningar á eggbússtýrihormóni í þvagi

Suresign hraðpróf fyrir tíðahvörf (Suresign Menapause) er hraðverkandi ónæmispróf með litskiljun til þáttagreiningar á eggbússtýrihormóni (FSH, e. Follicle-Stimulating Hormone) sem hjálpar til við greiningu á tíðahvörfum.

Við tíðahvörf hætta tíðablæðingar varanlega en vísindaleg skilgreining á þeim á sér oftast ekki stað fyrr en heilu ári eftir að tíðablæðingar hættu. Tímabilið fram að tíðahvörfum og 12 mánuðum eftir það kallast breytingaskeið. Margar konur finna fyrir einkennum á þessum tíma, þar með talið hitakóf, óreglulegan tíðahring, svefntruflanir, þurrk í leggöngum, hárlos, kvíða og skapsveiflur, tap á skammtímaminni og þreytu.

Framkvæmd prófsins er auðveld.

  • Prófið er framkvæmt með því að hafa þvaglát á prófið (miðbunu) í a.m.k. 10-15 sekúndur eða með því að safna þvagsýni í hreint þurrt ílát og dýfa prófinu í þvagið í a.m.k. 10 - 15 sekúndur.
  • Athugið: Ekki leyfa þvagi að fara upp fyrir örina eða að flæða yfir prófunargluggann.
  • Þegar prófið byrjar að verka getur þú tekið eftir ljósu flæði sem færist upp gluggann að T og C-merkjunum, þetta er eðlilegt. Lesið niðurstöðurnar eftir 3 mínútur. Túlkið ekki niðurstöður ef 10 mínútur hafa liðið.
  • Jákvætt próf gefur tvær línur (ein á C-svæði og ein á T-svæði). Neikvætt próf gefur eina línu á C-svæði.
  • Ef kona fær enn mánaðarlegar blæðingar skal taka prófið á fyrsta degi blæðinga en ef kona fær ekki lengur reglulegar tíðablæðingar skal taka prófið hvenær sem er mánaðar og endurtaka það svo einni viku síðar.

Hvernig virkar prófið?

Þegar líkaminn framleiðir minna estrógen, hækkar styrkur eggbússtýrihormóns (FSH) þar sem það reynir að örva eggjastokkana til að framleiða heilbrigð egg. Þetta próf mælir eggbússtýrihormón (FSH) og getur sagt þér hvort líkaminn sé að framleiða of mikið magn af þessu hormóni vegna lægri styrks estrógens sem þýðir að líkaminn er kominn á breytingaskeið.

Það sem fylgir prófinu: Þvagpróf (2 stk) og fylgiseðill.

Varnaðarorð:

  • Aðeins til sjálfsprófunar in vitro.
  • Aðeins til útvortis notkunar.
  • Notið ekki eftir fyrningardagsetningu.
  • Opnaðu ekki álpokann fyrr en þú ætlar að framkvæma prófið.
  • Geymið á þurrum stað við 2-30°C
  • Frystið ekki.
  • Notið ekki ef pokinn er rifinn eða skemmdur.
  • Notið prófið aðeins einu sinni.
  • Farga skal prófinu eftir notkun samkvæmt gildandi reglum á hverjum stað fyrir sig.
  • Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Sjálfsprófin eru lækningatæki - virkni sönnuð með klínískum prófunum.

Vinsamlegast lesið fylgiseðilinn vandlega áður en prófin eru framkvæmd. Ef leiðbeiningum er ekki fylgt getur það valdið röngum niðurstöðum. Sjá nánar um takmarkanir í fylgiseðli.

SUR.M.001.02