Gamunex

Gamunex inniheldur venjulegt immúnóglóbúlín (mótefni) sem er mikið hreinsað prótín unnið úr blóðvökva úr mönnum (hluti af blóði blóðgjafa). Lyfið tilheyrir flokki lyfja sem kallast immúnóglóbúlín sem gefin eru í bláæð. Þessi lyf eru notuð til meðferðar við kvillum þar sem ónæmisvarnir líkamans virka ekki sem skyldi.

Ábendingar:

Uppbótarmeðferð hjá fullorðnum, börnum og unglingum (0-18 ára) við:

  • Frumkomnu ónæmisbrestsheilkenni (PID) ásamt skertri mótefnamyndun.
  • Síðkomnum ónæmisbresti (SID) hjá sjúklingum sem fá alvarlegar eða endurteknar sýkingar, þegar sýklalyfjameðferðir hafa ekki borið árangur og sem eru annað hvort með staðfestan sértækan mótefnabrest (PSAF)* eða IgG gildi <4 g/l í sermi.

* PSAF = tókst ekki að valda a.m.k. 2-faldri hækkun á IgG mótefnatítra gegn pneumókokka fjölsykru og fjölpeptíð mótefnavaka bóluefnum.

Meðferð hjá smitnæmum fullorðnum, börnum og unglingum (0-18 ára) sem hafa verið útsettir fyrir mislingasmiti eða eru í hættu á að verða útsettir fyrir mislingasmiti og þar sem virk ónæming gegn mislingum er ekki ábending eða ekki ráðlögð.

Einnig ætti að huga að opinberum ráðleggingum um notkun immúnóglóbúlíns sem gefið er í bláæð sem fyrirbyggjandi meðferð eða ónæming við mislingum fyrir eða eftir útsetningu.

Ónæmisstýring hjá fullorðnum, börnum og unglingum (0-18 ára) við:

  • Sjálfvöktum blóðflagnafæðarpurpura (ITP), hjá sjúklingum sem eru í mikilli blæðingahættu eða fyrir aðgerð þegar auka þarf blóðflagnafjölda
  • Guillain-Barré heilkenni - Kawasaki sjúkdómi (ásamt acetýlsalicýlsýru)
  • Langvinnum afmýlandi bólgufjöltaugakvilla (CIDP)
  • Fjölhreiðra hreyfitaugakvilla (MMN)

Ónæmisstýring hjá fullorðnum ≥18 ára með:

  • Alvarlega og bráða versnun á vöðvaslensfári.

Frábendingar:

  • Ofnæmi fyrir virka efninu (immúnóglóbúlín úr mönnum) eða einhverju hjálparefnanna.
  • Sjúklingar með sértækan IgA skort sem myndað hafa mótefni gegn IgA, þar sem gjöf lyfs sem inniheldur IgA getur valdið bráðaofnæmi.

Markaðsleyfishafi: Grifols Deutschland GmbH.

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
J06B - Ónæmisglóbúlín
Virkt innihaldsefni
Immúnóglóbúlín, normal, manna, gefin í æð
Lyfjaform
innrennslislyf, lausn
Styrkleiki
100 mg/ml
Magn
50, 100, 200 og 400 ml

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá

GAM.R.A.2024.0002.01

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
577162100 mg/ml50 ml
396162100 mg/ml100 ml
176559100 mg/ml200 ml
452480100 mg/ml400 ml