Gabagen

Gabagen inniheldur virka efnið gabapentin. Gabapentin tilheyrir flokki lyfja sem notuð eru til meðferðar við flogaveiki og útlægum taugaverkjum (langvinnir verkir af völdum taugaskemmda).

Ábendingar:

Flogaveiki

  • Gabapentin er notað sem viðbótarmeðferð þegar um er að ræða hlutaflog (partial epilepsy), með eða án síðkominna alfloga, hjá fullorðnum og börnum 6 ára og eldri.
  • Gabapentin er notað sem einlyfjameðferð þegar um er að ræða hlutaflog (partial epilepsy), með eða án síðkominna alfloga, hjá fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri.

Meðferð við útlægum taugaverkjum

  • Gabapentin er notað til meðferðar á útlægum taugaverkjum, svo sem slæmum taugaverkjum í tengslum við sykursýki og taugahvoti í kjölfar herpessýkingar (postherpetic neuralgia) hjá fullorðnum.

Frábendingar:

  • Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna.

Markaðsleyfishafi: Alvogen ehf.

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
N02B - Önnur verkjalyf og hitalækkandi lyf
Virkt innihaldsefni
Gabapentin
Lyfjaform
hylki
Styrkleiki
300 og 400 mg
Magn
100 stk

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá

GAA.R.A.2024.0001.01

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
408314300 mg100 stk.
160379400 mg100 stk.