Ketókónazól 20 mg/ml
Fungoral
Lausasölulyf við flösu í hársverði.
- Mælt er með notkun Fungobase sjampós og hárnæringar milli Fungoral meðferða og eftir Fungoral meðferð til að viðhalda flösulausu hári.
Ábending: Almenn flasa og flösuhúðbólga í hársverði.
Notkunarupplýsingar: Nuddið hársápunni vel inn í hársvörðinn. Venjulega nægja um 5 ml af hársápunni. Eftir 3-5 mínútur skal skola hársápuna úr hárinu. Fyrstu 2-4 vikurnar skal nota hársápuna tvisvar sinnum í viku, til að vinna bug á einkennunum, en síðan skal nota hana einu sinni í viku, eða eftir þörfum, til að koma í veg fyrir endurkomu einkennanna. Fungoral 2% hársápa er til notkunar fyrir unglinga og fullorðna.
LESIÐ FYLGISEÐILINN FYRIR NOTKUN.
Ítarupplýsingar
- Virkt innihaldsefni
- Ketókónazól
- Lyfjaform
- Hársápa
- Styrkleiki
- 20 mg/ml
- Magn
- 120 ml
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.