Fluconazole Alvogen
Fluconazole Alvogen inniheldur virka efnið flúkónazól. Flúkónazól er sveppalyf af flokki tríazólsambanda. Helsti verkunarháttur þess er hindrun afmetýleringar 14-alfa-lanósteróls af völdum cýtókróm P-450 hjá sveppum, sem er nauðsynlegt skref í myndun ergósteróls hjá sveppum. Tengsl eru milli uppsöfnunar 14-alfa-metýlsteróla og taps ergósteróls úr frumuhimnu sveppa og getur þetta verið ástæðan fyrir sveppaeyðandi virkni flúkónazóls. Sýnt hefur verið fram á að flúkónazól er sértækara fyrir cýtókróm P-450 ensím hjá sveppum en í mismunandi cýtókróm P-450 ensímkerfum hjá spendýrum.
Ábendingar:
Fluconazole Alvogen er ætlað til meðhöndlunar eftirtalinna sveppasýkinga hjá fullorðnum:
- Mengisbólgu af völdum sætumyglu (cryptococcal).
- Þekjumyglu (Coccidioidomycosis).
- Ífarandi candidasýkingar - Candidasýkingu í slímhúð þar á meðal í munni og koki og vélinda, candida í þvagi og langvinnri candidasýkingu í slímhúð og húð.
- Langvinnri rýrnunar (atrophic) candidasýkingu í munni (sár af völdum gervitanna) ef tannhirða og staðbundin meðferð dugir ekki til.
Fluconazole Alvogen er ætlað til fyrirbyggingar eftirtalinna sýkinga hjá fullorðnum:
- Endurvakningu mengisbólgusýkinga af völdum sætumyglu hjá sjúklingum sem eru í aukinni hættu á að fá endurteknar sýkingar.
- Endurteknum candidasýkingum í munni og koki eða í vélinda hjá HIV sýktum sjúklingum sem eru í aukinni hættu á að fá endurteknar sýkingar.
- Fyrirbyggjandi meðferð við candidasýkingum hjá sjúklingum með langvinna daufkyrningafæð (svo sem sjúklingum með illkynja blóðsjúkdóma sem fá krabbameinslyfjameðferð og sjúklingum sem fá stofnfrumuígræðslu.
Fluconazole Alvogen er ætlað til eftirtalinnar notkunar hjá nýburum, ungbörnum, smábörnum, börnum og unglingum frá 0-17 ára aldurs:
- Fluconazole Alvogen er notað til meðferðar á candidasýkingum í slímhúð (munni, koki, vélinda), ífarandi candidasýkingum, mengisbólgu af völdum sætumyglu og fyrirbyggjandi gegn candidasýkingum í ónæmisbældum sjúklingum.
- Fluconazole Alvogen er hægt að nota sem viðhaldsmeðferð til að fyrirbyggja endurvakningu á mengisbólgu af völdum sætumyglu hjá börnum sem eru í aukinni áhættu á endurkomu. Meðferð má hefja áður en niðurstöður ræktana og annarra rannsókna liggja fyrir. Hins vegar skal breyta sýklalyfjameðferð í samræmi við niðurstöður þegar þær liggja fyrir. Styðjast skal við opinberar leiðbeiningar til að stuðla rétta notkun sveppalyfja.
Frábendingar:
Ofnæmi fyrir virka efninu, skyldum azólsamböndum eða einhverju hjálparefnanna
Ekki má meðhöndla sjúklinga með terfenadíni samhliða fjölskammtameðferð með flúkónazóli í skömmtum sem eru 400 mg á sólarhring eða stærri, byggt á rannsókn á milliverkunum við fjölskammtameðferð. Samhliða meðferð með öðrum lyfjum sem eru þekkt fyrir að lengja QT-bilið og sem umbrotna fyrir tilstilli P450 (CYP) 3A4 ensímsins, þar með talið cisapríð, astemizól, pímózíð, kínidín og erytromýcín er frábending hjá sjúklingum sem fá flúkónazól.
Markaðsleyfishafi: Alvogen ehf.
Ítarupplýsingar
- Tegund lyfs
- J- Sýkingarlyf
- Virkt innihaldsefni
- Flúkónazól
- Lyfjaform
- Innrennslislyf, lausn
- Styrkleiki
- 2 mg/ml
- Magn
- 50, 100 ml
Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is