Finasteride Alvogen

Finasteride Alvogen inniheldur virka efnið fínasterið. Fínasteríð er samkeppnishemill 5α- redúktasa hjá mönnum, innanfrumuensíms sem umbrýtur testósterón í öflugra andrógen, tvíhýdrótestósterón (DHT). Við góðkynja stækkun í blöðruhálskirtli er stækkun blöðruhálskirtilsins háð umbreytingu testótsteróns í DHT í blöðruhálskirtlinum. Finasteride Alvogen er mjög virkt við að draga úr DHT í blóðrásinni og innan blöðruhálskirtilsins. Fínasteríð hefur enga sækni í andrógenviðtakann.

Ábendingar:

  • Finasteride Alvogen er einungis ætlað til notkunar fyrir karlmenn.
  • Finasteride Alvogen er ætlað til meðferðar við góðkynja stækkun á blöðruhálskirtli hjá sjúklingum með stækkaðan blöðruhálskirtil til að: -valda rýrnun á stækkuðum blöðruhálskirtli, bæta flæði þvags og draga úr einkennum tengdum góðkynja stækkun blöðruhálskirtils. - draga úr tíðni bráðrar þvagteppu og þörf fyrir skurðaðgerðir þ.m.t. aðgerð á blöðruhálskirtli í gegnum þvagrás (TURP) og brottnámi blöðruhálskirtils.

Frábendingar:

  • Finasteride Alvogen er ekki ætlað konum eða börnum.
  • Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna.
  • Þungun - Notkun hjá konum sem eru eða gætu orðið þungaðar.

Markaðsleyfishafi: Alvogen ehf.

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
G- Þvagfæralyf, kvensjúkdómalyf og kynhormónar
Virkt innihaldsefni
Fínasteríð
Lyfjaform
Filmuhúðaðar töflur
Styrkleiki
5 mg
Magn
98 stk.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is

FIN.R.2021.0001.01

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
0754515mg98 stk.