Enalapril comp ratiopharm
Enalapril comp ratiopharm er samsett lyf sem inniheldur virku efnin enalapril sem er ACE-hemil og hydrochlorothiazid sem er þvagræsilyf. Enalapril comp ratiopharm tilheyrir flokki samsettra lyfja sem notuð eru til að meðhöndla háan blóðþrýsting (háþrýsting). Enalapril Comp kemur í veg fyrir að líkaminn myndi efni sem veldur hækkun á blóðþrýstingi og hydrochlorothiazid eykur losun vatns og salta úr líkamanum, sem lækkar einnig blóðþrýstinginn.
Ábendingar: - Háþrýstingur. Föstu skammtarnir í samsetta lyfinu Enalapril comp ratiopharm henta ekki til notkunar í upphafi meðferðar. Þeir eru ætlaðir til að koma í stað notkunar 20 mg af enalaprilmaleati og 12,5 mg af hydrochlorothiazidi hjá sjúklingum sem náð hafa jafnvægi með notkun virku efnanna í þessum hlutföllum, en með inntöku þeirra hvoru í sínu lagi.
Frábendingar: - ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. - verulega skert nýrnastarfsemi (kreatínín úthreinsun ≤ 30 ml/mín.) - þvagþurrð - saga um ofsabjúg í tengslum við fyrri meðferð með ACE-hemli - samhliða notkun með sacubitril/valsartani: ekki skal hefja meðferð með enalaprili fyrr en 36 klst. eftir síðasta skammt af sacubitril/valsartani - arfgengur ofsabjúgur eða ofsabjúgur af óþekktum orsökum - ofnæmi fyrir lyfjum sem eru súlfónamíðafleiður - annar og síðasti þriðjungur meðgöngu - verulega skert lifrarstarfsemi - ekki má nota enalapril/hydrochlorothiazid samhliða lyfjum sem innihalda aliskiren hjá sjúklingum með sykursýki eða skerta nýrnastarfsemi (GFR < 60 ml/mín./1,73 m2 ).
Markaðsleyfishafi: ratiopharm Oy.
Ítarupplýsingar
- Tegund lyfs
- C09BA - ACE-hemlar í blöndum með þvagræsilyfjum
- Virkt innihaldsefni
- Enalapríl og hydrochlorothiazid
- Lyfjaform
- Töflur
- Styrkleiki
- 32,5 mg
- Magn
- 100 stk.
Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is