Emtricitabine/ Tenofovir disoproxil Zentiva
Emtricitabine/Tenofovir disoproxil Zentiva inniheldur tvö virk efni, emtricitabin og tenofovir disoproxil. Bæði þessi virku efni eru lyf gegn retróveirum sem notuð eru til meðferðar við HIV-sýkingu. Emtricitabin er núkleósíða bakritahemill og tenofovir er núkleótíða bakritahemill. Bæði þessi lyf eru almennt þekkt sem NRTI lyf og þau verka með því að hamla eðlilegri starfsemi ensíms (bakrita) sem veiran þarf nauðsynlega á að halda til þess að geta fjölgað sér.
Ábendingar:
Meðferð gegn HIV-1 sýkingu
- Emtricitabine/Tenofovir disoproxil Zentiva er notað í samsettri meðferð gegn retróveirum til meðferðar á fullorðnum einstaklingum sem eru smitaðir af HIV-1 veirunni.
- Emtricitabine/Tenofovir disoproxil Zentiva er einnig notað til meðferðar á unglingum sem eru smitaðir af HIV-1 veirunni, þegar NRTI ónæmi eða eiturverkanir koma í veg fyrir að hægt sé að beita fyrsta meðferðarvalkosti.
Fyrirbyggjandi meðferð fyrir útsetningu (PrEP)
- Emtricitabine/Tenofovir disoproxil Zentiva er notað samhliða öruggu kynlífi til fyrirbyggjandi meðferðar fyrir útsetningu til að draga úr hættu á HIV-1 sýkingu sem smitast með kynlífi hjá fullorðnum og unglingum í áhættuhópi.
Frábendingar:
- Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna.
- Notkun til fyrirbyggjandi meðferðar fyrir útsetningu hjá einstaklingum þar sem óvíst er um sýkingu eða eru HIV-1 jákvæðir.
Markaðsleyfishafi: Zentiva k.s.
Ítarupplýsingar
- Tegund lyfs
- J05A - Veirulyf með beina verkun á veirur
- Virkt innihaldsefni
- Tenófóvír dísóproxíl og emtrícítabín
- Lyfjaform
- Filmuhúðaðar töflur
- Styrkleiki
- 200+245 mg
- Magn
- 30 stk.
Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá
EMT.R.A.2024.0001.01