Elimax

Elimax lúsasjampó

Elimax® lúsameðferðin drepur bæði lús og nit auk þess að vernda gegn endursmiti í allt að 3 daga.

Elimax® sjampó er fljótverkandi lúsasjampó sem drepur höfuðlús og nit, auk þess að vernda gegn endursmiti með því að halda nýrri höfuðlús frá hárinu. Virkar á aðeins 5 mínútum. Engin þörf á að hafa sjampóið lengur í hárinu en leiðbeiningar segja til um.
Elimax® sjampóið er sílikon frítt sem gerir það að verkum að auðvelt er að skola það úr hárinu, einnig hreinsar það hárið og gerir það mjúkt og glasandi.

Elimax lúsasjampó:

  • Drepur höfuðlús og nit ásamt því að halda nýrri höfuðlús frá hári
  • 100% áhrifaríkt
  • Virkar á aðeins 5 mínútum
  • Fyrir fullorðna og börn frá 12 mánaða aldri
  • Án Sílíkons: auðvelt að skola úr hári
  • Án skordýraeiturs
  • Auðvelt að dreifa í hárið
  • Má einnig nota sem fyrirbyggjandi meðferð
  • Lækningatæki - virkni sönnuð með klínískum prófunum

Hvernig á að nota Elimax® sjampó?

SKREF 1:
Elimax® sjampó dreift í þurrt hárið. Breiðið handklæði yfir háls og herðar til að koma í veg fyrir að sjampó leki á húð og fatnað. Notið sjampóbrúsann til að bera Elimax® sjampóið beint í hársvörðinn og í allt hárið. Tryggið að sjampóið fari ekki í munn/lungu eða augu (t.d. með því að hylja munn og augu með þvottapoka). Nauðsynlegt er að þekja hárið og hársvörðinn alveg með sjampóinu. Nuddið sjampóinu vel í hárið frá hársverði út í hárenda og veitið svæðinu bak við eyrun og hárlínunni á hálsinum sérstaka athygli. Látið sjampóið bíða í hárinu í 5 mínútur til að virka og kembið hárið á meðan (sjá skref 2). Ekki hylja hárið.

SKREF 2: Hárið kembt á meðan Elimax® sjampóið liggur í hárinu. Kembið hárið vandlega með meðfylgjandi lúsakambi en það eykur árangur meðferðarinnar.

1. Burstið hárið vandlega með hefðbundnum hárbursta til að leysa flækjur.

2. Skiptið hárinu í 4 svæði: frá enni að hnakka, og milli eyrna.

3. Næst skal kemba hvert svæði með meðfylgjandi lúsakamb, byrjað er eins nálægt hársverðinum og mögulegt er. Kembið alltaf

frá hársverði að hárendum.

4. Þurrkið reglulega af kambinum t.d. með bómullarskífu til að farlægja höfuðlús og nit. Kembið hvert svæði þannig að tryggt sé

að það sé laust við höfuðlús og nit.

SKREF 3: Þvoið hárið eftir 5 mínútur en að hámarki 15 mínútur (að meðtöldum þeim tíma sem tekur að kemba) Fyrst skal bleyta hárið örlítið svo sjampóið taki að freyða. Því næst skal skola hárið vandlega með vatni. Auðveldara er að hreinsa sjampóið úr hárinu ef notað er volgt vatn. Passið að sjampóið lendi ekki í augum. Ekki er þörf á að þvo hárið aftur með hefðbundnu sjampói.

Þurrkið hárið vandlega með handklæði. Ekki skal nota hárþurrku. Ef sjampóið er notað að kvöldi, þarf að tryggja að hárið sé alveg þornað þegar farið er að sofa. Leitið daglega í hárinu að höfuðlús/nit næstu 7 daga. Endurtakið meðferðina ef lús finnst innan þessa tímabils. Í meirihluta tilfella er einmeðferð fullnægjandi.

Hvað er Elimax® sjampó?
Elimax® sjampó er litlaus vökvi sem samanstendur af sérstaklega þróaðri olíu og varnandi þætti gegn lús (e. lice protection factor, LPF®). Olían var sérstaklega valin fyrir hámarks verkun gegn höfuðlús. Sjampóið hefur tvöfalda virkni: hún lokar fyrir öndunargöt lúsanna og kæfir hana, ásamt því að þurrka upp húð skordýranna. Höfuðlús getur ekki myndað ónæmi fyrir Elimax® sjampó þar sem lúsin kafnar en deyr ekki af völdum eitrunar, en sjampóið inniheldur ekki taugaeitur. Elimax® sjampó inniheldur ekki sílikon (dímetíkon), þar af leiðandi skilur sjampóið ekki eftir feita áferð á hárinu. Til að tryggja hámarks vörn gegn nýju smiti, inniheldur Elimax® sjampó LPF® sem gerir það að verkum að meðhöndlað hár er óaðlaðandi fyrir lús. Það eru því minni líkur á að hár sem hefur verið meðhöndlað með Elimax® sjampó smitist aftur af höfuðlús.

Hvenær ætti að nota Elimax® sjampó?
Ef grunur liggur á smiti af höfuðlús. Einnig til að varna gegn nýju smiti: Elimax® sjampó má nota reglulega sem forvörn gegn höfuðlús.

Varúðarráðstafanir

  • Ekki má nota Elimax® ef um er að ræða ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna. Ef fram koma ofnæmisviðbrögð eins og útbrot eða erting, skal
    stöðva meðferðina og þvo sjampóið úr með hefðbundnu sjampói. Ekki ætti að nota meðferðina ef hársvörður er viðkvæmur/ertur eða skaddaður
    á einhvern hátt.
  • Nauðsynlegt getur reynst að nota nokkrar umferðir af Elimax® ef um er ræða alvarlegt smit (>25 höfuðlýs/höfði).
  • Forðist snertingu við munn og augu (t.d. með því að hylja munn og augu með þvottapoka). Ef svo óheppilega vill til að sjampóið lendi í augum, skolið þau vandlega með vatni. Ef sjampóið er af slysni innbyrt eða því andað að sér, hafið samband við lækni eða eitrunarmiðstöð í síma 543 2222.
  • Tryggið að meðferðin sé skoluð vandlega úr hárinu.
  • Meðferðina á alltaf að láta bíða í hárinu í 5 mínútur en ekki lengur en í 15 mínútur.
  • Ekki ætti að hylja meðhöndlað hárið með neinum hætti, t.d. með sturtuhettu eða álpappír
  • Breiðið handklæði yfir háls og herðar til að koma í veg fyrir að sjampóið leki á húð eða fatnað. Ef sjampó kemst í snertingu við húð, skal það þvegið
    af með sápu.
  • Ef meðhöndlun á sér stað að kvöldi skal tryggja að hárið sé orðið alveg þurrt þegar farið er að sofa.

Til útvortis notkunar.
Geymist þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Mögulegar aukaverkanir
Elimax® sjampó þolist vel ef það er notað samkvæmt leiðbeiningum. Í sjaldgæfum eða mjög sjaldgæfum tilfellum hafa eftirtaldar aukaverkanir komið fram:

  • Húðútbrot og erting í húð
  • Tímabundnar hárskemmdir og hármissir
  • Örlítið þrútin eða ert augu
  • Flögnun hársvarðar
  • Sjaldgæf tilfelli af alvarlegri augnertingu hafa komið fram. Tryggið að meðferðin lendi ekki í augum (t.d. með því að hylja augu með þvottapoka)

Frábendingar:
Engar rannsóknir eru til um notkun Elimax® sjampó á meðgöngu eða við brjóstagjöf. Ef höfuðlús er greind á meðgöngu eða á meðan brjóstagjöf stendur ætti að ráðfæra sig við lækni um næstu skref. Meðferðin er eingöngu ætluð gegn höfuðlús (ekki flatlús eða kláðamaur).
Hentar ekki börnum undir 12 mánaða aldri

Ekki skal nota vöruna eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðnunum.

Einnig má nálgast upplýsingar á öðrum tungumálum á vefsíðunni www.elimax.com eða með því að smella hér