Eleber
Eleber inniheldur virka efnið cabazitaxel. Cabazitaxel tilheyrir flokki lyfja sem kallast taxön og eru notuð til meðferðar við krabbameini. Eleber er notað til meðferðar við krabbameini í blöðruhálskirtli sem versnað hefur eftir aðra krabbameinsmeðferð. Lyfið hindrar frumuvöxt og frumufjölgun. Sem hluta af meðferðinni þarftu einnig að taka inn barkstera (prednisón eða prednisólon) daglega. Biddu lækninn um að veita þér upplýsingar um barksterann.
Ábending:
Eleber ásamt prednisóni eða prednisólóni er ætlað til meðhöndlunar fullorðinna sjúklinga með krabbamein í blöðruhálskirtli með meinvörpum, sem svarar ekki hormónahvarfsmeðferð (castration resistant metastatic cancer) sem hafa verið meðhöndlaðir með lyfjum sem innihalda docetaxel.
Frábendingar:
- Ofnæmi fyrir virka efninu, dihydropyridinafleiðum eða einhverju hjálparefnanna
- Daufkyrningafjöldi minni en 1,500/mm3 .
- Verulega skert lifrarstarfsemi (heildarbilirúbín >3-föld eðlileg efri mörk).
- Samhliða bólusetning með bóluefni við gulusótt.
Markaðsleyfishafi: Zentiva k.s.
Ítarupplýsingar
- Tegund lyfs
- L01C - Jurtaalkalóíðar og önnur náttúruefni
- Virkt innihaldsefni
- Cabazitaxel
- Lyfjaform
- innrennslisþykkni og leysir, lausn.
- Styrkleiki
- 60 mg
- Magn
- 1 hettuglas
Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá