Efavirenz/ Emtricitabine/ Tenofovir Zentiva
Efavirenz/Emtricitabine/Tenofovir disoproxil Zentiva inniheldur þrjú virk efni sem notuð eru til meðferðar við alnæmisveiru (HIV) sýkingu:
- Efavírenz er bakritahemill sem er ekki núkleósíð (NNRTI).
- Emtrícítabín er núkleósíð bakritahemill (NRTI).
- Tenófóvír er núkleótíð bakritahemill (NtRTI)
Hvert þessara virku innihaldsefna sem kallast jafnframt lyf gegn retróveirum verkar þannig að það truflar ensím (bakritahemil) sem veiran þarf til að geta fjölgað sér.
Ábendingar:
Efavirenz/Emtricitabine/Tenofovir disoproxil Zentiva er meðferð við HIV sýkingu hjá fullorðnum, 18 ára og eldri, sem hafa áður verið í meðferð með öðrum lyfjum gegn retróveirum og hafa HIV-1 sýkingu sem er og hefur verið undir stjórn í a.m.k. þrjá mánuði. Sjúklingar mega ekki hafa upplifað meðferðarbrest á fyrri HIV meðferð.
Frábendingar:
- Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna.
- Alvarlega skert lifrarstarfsemi (CPT, flokkur C).
- Samtímis lyfjagjöf með terfenadíni, astemízóli, císapríði, mídazólami, tríazólami, pímózíði, beprídíli eða ergot alkalóíðum (t.d. ergotamíni, díhýdróergótamíni, ergónóvíni og metýlergónóvíni). Samkeppni um cýtókróm P450 (CYP) 3A4 við efavírenz getur leitt til hömlunar á umbrotum og valdið því að alvarlegar og/eða lífshættulegar aukaverkanir geta komið fram (t.d. hjartsláttaróregla, langvarandi slæving eða öndunarbæling).
- Samtímis gjöf elbasvírs/grazoprevírs vegna væntanlegrar marktækrar minnkunar á plasmaþéttni elbasvírs og grazoprevírs. Þessi áhrif eru vegna virkjunar á CYP3A4 eða P-gp fyrir tilstilli efavírenz og geta leitt til taps á meðferðaráhrifum elbasvírs/grazoprevírs.
- Samtímis lyfjagjöf með vóríkónazóli. Efavírenz dregur marktækt úr þéttni vóríkónazóls í plasma, en vóríkónazól eykur jafnframt marktækt þéttni efavírenz í plasma. Þar sem Efavirenz/Emtricitabine/Tenofovir disoproxil Zentiva er lyf með fastri skammtasamsetningu er ekki hægt að breyta skammti efavírenz
- Samtímis lyfjagjöf með náttúrulyfjum sem innihalda jóhannesarjurt/jónsmessurunna/hýperísín (Hypericum perforatum) vegna hættu á lækkaðri plasmaþéttni og minni klínískum áhrifum efavírenz.
- Lyfjagjöf til sjúklinga með:
- sögu um skyndileg dauðsföll í fjölskyldunni, eða meðfædd lenging á QTc-bili hafi komið fram á hjartalínuriti eða ef til staðar er annað klínískt ástand sem vitað er að lengir QTc-bilið.
- sögu um hjartsláttartruflanir með einkennum, klínískt mikilvægan hægslátt eða hjartabilun samhliða minnkuðu útfallsbroti vinstri slegils.
- verulegar truflanir á blóðsaltajafnvægi, t.d. blóðkalíumlækkun eða blóðmagnesíumlækkun.
- Samtímis lyfjagjöf með lyfjum sem vitað er að lengja QTc-bilið (versnun hjartsláttartruflana). Meðal þessara lyfja eru:
- lyf við hjartsláttartruflunum í flokkum IA og III.
- taugasefandi lyf, þunglyndislyf.
- ákveðnar tegundir sýklalyfja, þ.m.t. sum lyf í eftirfarandi flokkum: makrólíð, flúorókínólón, imídazól og tríazól sveppalyf.
- tiltekin ofnæmislyf sem ekki eru róandi (terfenadín, astemízól).
- císapríð.
- flekaíníð.
- tiltekin malaríulyf.
- metadón.
Markaðsleyfishafi: Zentiva k.s.
Ítarupplýsingar
- Tegund lyfs
- J05A - Veirulyf með beina verkun á veirur
- Virkt innihaldsefni
- Emtrícítabín, tenófóvír dísóproxíl og efavírenz
- Lyfjaform
- Filmuhúðaðar töflur
- Styrkleiki
- 600+200+245 mg
- Magn
- 30 stk.
Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá