Dutasteride Sumar Pharma
Dutasteride Sumar Pharma eldra heiti Dutasteride ratiopharm (eldra nafn) inniheldur virka efnið dútasteríð. Dútasteríð tilheyrir flokki lyfja sem nefnast 5-alfa-redúktasa hemlar. Dútasteríð dregur úr þéttni tvíhýdró-testósteróns (DHT) í blóði með því að hamla 5-alfa-redúktasaísóensímum af gerð 1 og gerð 2, en það er fyrir tilstilli þeirra sem testósterón umbrotnar í DHT. Með því að draga úr DHT nær dútasteríð að minnka blöðruhálskirtillinn og þar með einkennin. Þetta dregur úr hættu á bráðri þvagteppu og þörfinni fyrir skurðaðgerð.
Ábendingar: Meðferð við miðlungi miklum til verulegum einkennum af völdum góðkynja stækkunar á blöðruhálskirti (benign prostatic hyperplasia, BPH) og til að draga úr hættu á bráðri þvagteppu (acute urinary retention, AUR) og þörf fyrir skurðaðgerð hjá sjúklingum með miðlungi mikil til veruleg einkenni af völdum góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli.
Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu, öðrum 5-alfa-redúktasahemlum eða einhverju hjálparefnanna. - Konur, börn og unglingar (sjá nánar SmPc texta). - Sjúklingar með verulega skerta lifrarstarfsemi.
Markaðsleyfishafi: Alvogen ehf.
Ítarupplýsingar
- Tegund lyfs
- G04C - LYF VIÐ GÓÐKYNJA BLÖÐRUHÁLSKIRTILSSTÆKKUN
- Virkt innihaldsefni
- Dútasteríð
- Lyfjaform
- Hylki
- Styrkleiki
- 0,5 mg
- Magn
- 30 stk.
Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is