DuoResp Spiromax
DuoResp Spiromax inniheldur virku efnin búdesóníð og formóteról sem hafa mismunandi verkunarhátt og sem hafa samlegðaráhrif í þá átt að draga úr versnun astma. Sérstakir eiginleikar búdesóníðs og formóteróls leyfa notkun samsetta lyfsins annaðhvort í viðhaldsmeðferð og meðferð við einkennum eða sem viðhaldsmeðferð við astma. Verkunarhættir þessarra tveggja virku efna eru:
Búdesóníð er sykursteri sem hefur skammtaháða bólgueyðandi verkun í öndunarvegi við innöndun, sem minnkar einkenni og dregur úr versnun astma. Færri alvarlegar aukaverkanir koma fyrir þegar búdesóníð er notað til innöndunar en þegar barksterar til inntöku eru notaðir. Nákvæmur verkunarháttur bólgueyðandi áhrifa sykurstera er ekki þekktur. Formóteról er sértækur β2-adrenviðtakaörvi sem við innöndun veldur hraðri og langvarandi slökun á sléttum vöðvum í berkjum hjá sjúklingum sem eru með afturkræfa teppu í öndunarvegi. Berkjuvíkkandi áhrifin eru háð skammtastærð og áhrifin hefjast innan 1-3 mínútna. Verkunarlengd áhrifanna er a.m.k. 12 klst. eftir stakan skammt.
Ábendingar: DuoResp Spiromax er ætlað til meðferðar við astma og langvinnri lungnateppu.
Frábendingar: Ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna
Markaðsleyfishafi: Teva Pharma B.V.
Ítarupplýsingar
- Tegund lyfs
- R03 - LYF VIÐ TEPPUSJÚKDÓMUM Í ÖNDUNARVEGI
- Virkt innihaldsefni
- Búdesóníð og formóteról
- Lyfjaform
- Innöndunarduft
- Styrkleiki
- 164,5 og 329 mcg/sk
- Magn
- 60, 120, 180, 360 skammtar
Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is