Doloproct

Doloproct inniheldur tvö virk efni: flúókortólónpívalat og lídókaínhýdróklóríð. Virka efnið flúókortólónpívalat tilheyrir hópi barkstera. Það minnkar framleiðslu efna sem valda bólgum í líkamanum. Þetta dregur úr einkennum eins og bólgum, kláða og sársauka. Virka efnið lídókaínhýdróklóríð tilheyrir hópi staðdeyfilyfja. Það veldur deyfingu á því svæði sem það er notað. Þetta dregur úr sársauka og kláða á svæðinu.

Ábendingar:

Einkennabundin meðferð við verkjum og bólgu hjá fullorðnum vegna:

  • gyllinæðar og endaþarmsbólgu sem ekki er smitandi.

Frábendingar:

  • Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna.

Doloproct er ekki ætlað til notkunar ef staðbundin sýking er á viðkomandi svæði og ef eftirfarandi einkenni eiga við:

  • sértækar húðskemmdir (sárasótt, berklar)
  • hlaupabóla
  • viðbrögð við bólusetningu
  • kynfæraáblástur

Markaðsleyfishafi: Karo Pharma AB

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
C05A - Lyf til staðbundinnar notkunar við gyllinæð og sprungum við endaþarm
Virkt innihaldsefni
flúókortólónpívalat + lídókaínhýdróklóríð (vatnsfrítt)
Lyfjaform
endaþarmsstílar, krem
Styrkleiki
1mg + 40mg og 1mg/g + 20 mg/g
Magn
10 stk. og 30 g

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá

DOL.R.A.2024.0001.01

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
4482171 mg + 40 mg10 stk.
4482331 mg/g + 20 mg/g30 g