Dexól

Til meðferðar við þurrum og ertandi hósta

Dexól, 3 mg/ml, 160 ml flaska

Dexól

Hóstasaft í lausasölu við þurrum og ertandi hósta

Virkt efni: Inniheldur 3 mg/ml dextrómetorfan saft.

160 ml glerglas með barnaöryggisloki ásamt mæliglasi með mælikvarða.

Dexól 3 mg/ml saft inniheldur dextrómetorfan og er hóstastillandi lyf. Það er ætlað til meðferðar við einkennum hósta án uppgangs. Hósti með uppgangi er mikilvægur varnarháttur öndunarfæranna. Hóstastillandi lyf eru því ekki ætluð gegn hósta með uppgangi. Fyrir gjöf hóstastillandi lyfja skal rannsaka orsök hóstans sem gæti þarfnast sérstakrar meðferðar.

Ábendingar:

  • Fyrir fullorðna og börn eldri en 6 ára.
  • Dexól er ætlað til meðferðar við einkennum við hósta án uppgangs.

Frábendingar:

  • Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna.
  • Öndunarskerðing.
  • Börn yngri en 6 ára.
  • Samhliða notkun MAO hemla eða þegar innan við 14 dagar eru frá meðferð með MAO hemlum.
  • Brjóstagjöf.

Notkunarupplýsingar:

Fullorðnir og börn eldri en 12 ára:

  • Stakur skammtur: 10 ml að hámarki 4 sinnum á dag (hámarks skammtur á dag er 120 mg af dextrómetorfan hýdróbrómíð).

Börn á aldrinum 6 til 12 ára:

  • Stakur skammtur: 5 ml að hámarki 4 sinnum á dag (hámarks skammtur á dag er 60 mg af dextrómetorfan hýdróbrómíð).

Dexól er ekki ætlað til notkunar hjá börnum yngri en 6 ára.

Aldraðir:

  • Helminga skal skammta hjá öldruðum.

Þessi saft er sykurlaus og hentar því sykursjúkum.

Meðferð með Dexól er ætluð til þess að minnka einkenni og á því meðferðin að standa yfir í eins stuttan tíma og með eins lágum skömmtum og mögulegt er. Ef hóstinn varir enn eftir 4 til 5 daga skal hafa samband við lækni.

Varúð:

  • Dextrómetorfan er í venjulegum skömmtum ekki ávanabindandi. Langvarandi notkun hárra skammta getur valdið ávanabindingu.
  • Ekki er mælt með notkun lyfsins samhliða alkóhóli.
  • Gæta skal varúðar hjá öldruðum, einstaklingum með skerta lifrarstarfsemi eða nýrnastarfsemi og hjá einstaklingum með astma, berkjubólgu eða lungnaþembu.

Meðganga og brjóstagjöf

Meðganga:

  • Nokkurt magn gagna sem byggja á þunguðum konum benda ekki til vansköpunar eða eiturverkana á fóstur/nýbura vegna dextrómetorfans. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvort dextrómetorfan flyst yfir fylgju. Sem varúðarráðstöfun er betra að forðast notkun Dexól á fyrsta og þriðja þriðjungi meðgöngu.

Brjóstagjöf:

  • Ekki skal nota Dexól á meðan brjóstagjöf stendur.

LESIÐ FYLGISEÐILINN FYRIR NOTKUN.

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
Hóstasaft
Virkt innihaldsefni
Dextrómetorfan HBr einhýdrat
Lyfjaform
Tær, litlaus lausn með bragð og lykt sem einkennist af ferskjum.
Styrkleiki
3 mg/ml
Magn
160 ml

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

DEX.L.A.2022.0009.01

Fæst í næsta apóteki