Desmopressin Zentiva
Desmópressín Zentiva inniheldur virka efnið desmópressín. Það tilheyrir flokki lyfja sem nefnast hormón afturhluta heiladinguls. Desmópressín hefur sömu virkni og náttúrulega hormónið vasópressín og dregur úr þvagframleiðslu í nýrum.
Ábendingar:
Desmopressin Zentiva er notað við:
- Flóðmigu tengdri miðtaugakerfi (röskun á starfsemi heiladinguls sem veldur miklum þorsta og losunar á miklu magni þvags, oftast föllitað og líkt vatni).
- Næturvætu hjá börnum frá 5 ára aldri með eðlilega starfsemi á þvagmyndun (ósjálfráð næturþvaglát).
- Næturþvaglátum hjá fullorðnum yngri en 65 ára (ástand þar sem einstaklingur vaknar oft að nóttu til að losa þvag).
Frábendingar:
- Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna.
- Þráláttur vanabundinn ofþorsti og ofþorsti af geðrænum toga (sem veldur meiri þvagframleiðslu en 40 ml/kg/24 klst.).
- Grunur um eða þekkt hjartabilun eða aðrir sjúkdómar sem þarf að meðhöndla með þvagræsilyfjum.
- Í meðallagi alvarleg eða alvarleg nýrnabilun (kreatínínúthreinsun minni en 50 ml/mín).
- Þekkt blóðnatríumlækkun.
- Truflun á seytingu þvagstemmuvaka (SIADH).
- Sjúklingar yngri en 5 ára, ef lyfið er notað til meðferðar við ósjálfráðum næturþvaglátum á forstigi.
- Sjúklingar eldri en 65 ára, ef lyfið er notað til meðferðar við ósjálfráðum næturþvaglátum eða næturþvaglátum á forstigi.
- Sjúklingar sem ekki geta virt takmarkanir á vökvaneyslu.
Markaðsleyfishafi: Zentiva k.s.
Ítarupplýsingar
- Tegund lyfs
- H01B - Hormón afturhluta heiladinguls
- Virkt innihaldsefni
- Desmópressín
- Lyfjaform
- Tungurótartafla
- Styrkleiki
- 60, 120 og 240 mcg
- Magn
- 30 og 120 stk.
Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá
DEZ.R.A.2024.0001.01