Bicalutamide Alvogen
Bicalutamide Alvogen inniheldur virka efnið bíkalútamíð. Bíkalútamíð hefur andandrógen (non-steroidal antiandrogen) verkun, án annarra áhrifa á innkirtla. Það binst við andrógenviðtaka án þess að virkja þá og hamlar þannig andrógenörvun. Þessi hömlun leiðir til minnkunar á æxlum í blöðruhálskirtli.
Ábendingar:
- Krabbamein í blöðruhálskirtli með meinvörpum samhliða meðferð með LHRH-hliðstæðu eða vönun með skurðaðgerð.
- Bicalutamide Alvogen 150 mg er ætlað til notkunar annað hvort eitt sér eða sem viðbót við algert brottnám blöðruhálskirtils eða geislameðferð hjá sjúklingum með blöðruhálskirtilskrabbamein, sem vaxið hefur út fyrir mörk kirtilsins (locally advanced), í mikilli hættu á að sjúkdómurinn versni.
Frábendingar:
- Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna.
- Ekki má nota bíkalútamíð samhliða terfenadini, astemizoli eða cisapridi.
- Bíkalútamíð er hvorki ætlað til notkunar hjá konum né börnum.
Markaðsleyfishafi: Alvogen ehf.
Ítarupplýsingar
- Tegund lyfs
- L - Æxlishemjandi lyf og lyf til ónæmistemprunar
- Virkt innihaldsefni
- Bicalutamidum
- Lyfjaform
- Filmuhúðaðar töflur
- Styrkleiki
- 50, 150 mg
- Magn
- 90 stk.
Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is
BIC.R.2021.0001.02