Azacitidine Zentiva
Azacitidine Zentiva inniheldur virka efnið azasitidín. Azacitidine Zentiva er krabbameinslyf sem tilheyrir flokki lyfja sem nefnd eru „andmetabólítar“. Azacitidine Zentiva verkar með því að koma í veg fyrir vöxt krabbameinsfrumna. Azasitidín fer inn í erfðaefni í frumum líkamans (ríbósakjarnsýru (RNA) og deoxýríbósakjarnsýru (DNA). Talið er að það verki með því að breyta því hvernig frumurnar fá genin til að starfa og hætta að starfa og einnig með því að trufla nýmyndun RNA og DNA í frumum. Þessi verkun er talin geta stöðvað myndun og vöxt ungra blóðkorna sem valda mergrangvexti í beinmergnum og drepið krabbameinsfrumur þegar um hvítblæði er að ræða.
Ábending:
Azacitidine Zentiva er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum, sem ekki teljast hæfir til beinmergsígræðslu (HSCT), og eru með:
- Miðlungs-2 og há-áhættu mergrangvöxt (MDS) samkvæmt „International Prognostic Scoring System“ (IPSS).
- Langvinnt mergfrumu- og einkjörnungahvítblæði (CMML) með 10-29% mergkímfrumur, án mergofvaxtarröskunar.
- Brátt kyrningahvítblæði (AML) með 20-30% kímfrumum og fjöllínulegum rangvexti, samkvæmt flokkun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO).
- Brátt kyrningahvítblæði með >30% mergkímfrumur samkvæmt flokkun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.
Frábendingar:
- Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna.
- Langt gengið illkynja lifraræxli.
- Brjóstagjöf.
Markaðsleyfishafi: Zentiva k.s.
Ítarupplýsingar
- Tegund lyfs
- L01B - Andmetabólítar
- Virkt innihaldsefni
- Azasitidín
- Lyfjaform
- stungulyfsstofn, dreifa.
- Styrkleiki
- 25 mg/ml
- Magn
- 4 ml, 1 hettuglast
Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá