Amlodipin Zentiva

Amlodipin Zentiva inniheldur virka efnið amlódipín, sem tilheyrir flokki lyfja sem nefnist kalsíumgangalokar. Amlódipín er efni úr flokki díhýdrópýridína sem hindrar innflæði kalsíumjóna um hæga kalsíumganga í frumuhimnu í hjartavöðva og sléttum vöðvum í æðum. Verkunarmáti amlódipíns gegn háþrýstingi er vegna beinna slakandi áhrifa á slétta vöðva í æðum svo blóðið eigi greiðari leið gegnum þær. Verkunarmáti amlódipíns gegn hjartaöng er að bæta blóðflæði til hjartavöðvans, sem þá fær meira súrefni svo hjartaöng er afstýrt. Lyfið slær ekki tafarlaust á brjóstverk af hjartaöng

Ábending:

Amlodipin Zentiva er notað til að meðhöndla of háan blóðþrýsting og tiltekna tegund af brjóstverk sem nefnist hjartaöng (angina pectoris), en sjaldgæf gerð hans er æðakrampaöng (Prinzmetals

Frábendingar:

  • Ofnæmi fyrir virka efninu, dihydropyridinafleiðum eða einhverju hjálparefnanna
  • Alvarlegur lágþrýstingur
  • Lost (þ.m.t. hjartalost)
  • Heft flæði frá vinstri slegli (t.d. við mikil ósæðarþrengsli)
  • Blóðaflfræðilega óstöðug hjartabilun eftir brátt drep í hjartavöðva.

Markaðsleyfishafi: Zentiva k.s.

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
C08C - Sértækir kalsiumgangalokar með aðalverkun á æðar
Virkt innihaldsefni
Amlódipín
Lyfjaform
töflur
Styrkleiki
2,5, 5 og 10 mg
Magn
28 og 100 stk.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá

AML.R.A.2024.0001.01

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
5701442,5 mg28 stk.
4958005 mg100 stk.
38095910 mg100 stk.