Aclovir

Aclovir er veirulyf og inniheldur virka innihaldsefnið acíklóvír. Aclovir kemur í veg fyrir fjölgun ákveðinna veira og það getur einnig verið notað sem fyrirbyggjandi meðferð þegar um er að ræða tíðar, endurteknar sýkingar. Virkni aciclovirs beinist eingöngu að sýktum frumum.

Ábending: 

  • Meðferð við Herpes simplex-veirusýkingum í húð og slímhúð, þ.m.t. upphafssýkingu og endurteknum sýkingum á kynfærum.
  • Fyrirbyggjandi meðferð við endurteknum herpessýkingum hjá sjúklingum með heilbrigt ónæmiskerfi.
  • Fyrirbyggjandi meðferð við Herpes simplex sýkingum hjá fullorðnum, ónæmisbældum sjúklingum.
  • Meðferð við ristli (Herpes zoster).
  • Meðferð við hlaupabólu (Varicella zoster sýkingum) hjá börnum og fullorðnum í þeim tilfellum þegar sjúkdómurinn er talinn hættulegur, t.d. vegna annars sjúkdóms sem sjúklingurinn er með.

Frábending: 

  • Ofnæmi fyrir aciloviri, valacicloviri eða einhverju hjálparefnanna.
  • Ekki á að nota aciclovir til að fyrirbyggja sýkingar hjá sjúklingum sem eru með skerta nýrnastarfsemi eða þvagþurrð.

Markaðsleyfishafi: ratiopharm GmbH

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
J - Sýkingalyf til altækrar notkunar
Virkt innihaldsefni
Acíklóvír
Lyfjaform
Töflur
Styrkleiki
200 mg
Magn
25 stk.

*Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is

ACL.R.2021.0001.02

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
094441200 mg25 stk