Wortie - Meðferð við vörtum og fótvörtum

Wortie Freeze Plus - frystipenni

Við hverju er Wortie Freeze Plus vörtubaninn notaður?
Wortie Freeze Plus vörtubaninn er auðveld frystimeðferð fyrir vörtur og fótvörtur, svipað og frystiaðferðin sem læknar nota. Vörtur og fótvörtur eru
lítill húðvöxtur af völdum papilloma veirunnar (HPV). Wortie Freeze Plus vörtubaninn er seldur í apótekum án lyfseðils fyrir 12 ára og eldri. Leiðandi gelið hámarkar frystiáhrifin með því að beina kuldanaum á notkunarstað. Málmoddurinn á Wortie Freeze Plus frystipennanum er flatur til þess að hámarka snertiflötinn við vörtur og fjarlægir þannig erfiðar vörtur á áhrifaríkan hátt.

Wortie Freeze Plus vörtubaninn inniheldur:
Þrýstihylki (frystipenna) með 50 ml af fljótandi dímetýl etergasi (DME) með málmmoddi sem leiðir kuldann á vörtuna eða fótvörtuna. Túpu með leiðandi geli og hlífðarplástra. Þennan fylgiseðill þar sem þú getur lesið um hvernig varan virkar og hvernig hún er notuð ásamt varnarorðum og varúðarráðstöfunum.

Aðeins um vörtur.
Vörtur myndast vegna örvaxtar í húð af völdum human papilloma vírus (HPV). Þær myndast gjarnan á fingrum, á handarbaki, hnjám og olnbogum og ofan á tám. Vörtur hafa mjög einkennandi útlit og líkjast litlu blómkáli. Þær eru mjög smitandi og geta borist milli manna með beinni snertingu eða með snertingu við smitað svæði. Fótvörtur eru svipaðar vörtum en myndast eingöngu á iljum fóta og/eða undir tám. Þær eru venjulega mjög sársaukafullar og eru eins og samanþjappað húðsvæði sem líkist litlum hvítum hring með svörtum doppum í miðjunni. Fótvörtur eru líka smitandi og geta borist á milli manna, t.d með snertingu við blautt/rakt yfirborð eins og gólf.

Hvernig virkar Wortie Freeze Plus vörtubani?

• Wortie Freeze Plus vörtubani frystir óæskilegar vörtur. Þegar þú þrýstir kalda málmoddinum á vörtuna frýs vartan innan nokkurra sekúnda og húðin verður hvít að lit. Þegar vartan frýs getur þú fundið fyrir vægum verk, kláða- eða brunatilfinningu. Eftir að málmoddurinn er fjarlægður af vörtunni mun húðliturinn koma aftur og verkurinn, kláðinn eða brunatilfinningin minnka og hverfa innan fárra klukkustunda.

• Þegar svæðið sem var fryst nær aftur líkamshita getur myndast á frysta svæðinu. Í kjölfar frystingarinnar getur í sumum tilfellum myndast blaðra undir vörtunni (stundum full af blóði) innan fárra daga. Blöðrurnar eru þó ekki alltaf sýnilegar.

• Vartan mun detta af á næstu 10-14 dögum. Á þeim tíma hefur ný heilbrigð húð myndast undir vörtunni sem kemur í ljós þegar vartan dettur af. frystinákvæmni Wortie Freeze Plus vörtubanans hefur verið borin saman við aðrar frystimeðferðir eins og sjá má á myndinni hér að neðan.

Það sem þú þarft að vita áður en Wortie Freeze Plus vörtubaninn er notaður.
Ekki nota hann á andlit, handakrika, brjóst, fæðingarbletti eða aðra húðbletti, kynfæravörtur (á typpi eða leggöng) eða á slímhúð (svo sem innan í munni, nefi, endaþarmi, kynfærum, vörum, eyrum eða nálægt augum) Notið gelið aðeins á vörtu eða fótvörtu þar sem veiran/vartan er smitandi. Ekki nota gelið ef þú ert viðkvæmur fyrir einu eða fleiru innihaldsefnanna. Ekki nota þessa vöru ef þú sérð ekki vörtuna greinilega sem á að meðhöndla. Ekki nota vöruna ef þú getur ekki lesið upplýsingarnar á pakkanum eða fylgiseðilinn með skýrum hætti. Ekki nota á börn yngri en 12 ára. Af öryggisástæðum, ef það á að nota frystipennan á börn skal það vera framkvæmt af fullorðnum. Ekki setja gelið eða vörtuplásturinn á opið, sýkt eða óhreint sár.

Hvernig á að nota Wortie Freeze Plus vörtubanann?
Notaðu Wortie Freeze Plus vörtubanann og leiðandi gelið einu sinni á vörtu eða fótvörtu samkvæmt leiðbeiningum í kafla G. Það er mikilvægt að leiðbeiningum í fylgiseðli sé fylgt nákvæmlega. Óvarkár notkun getur valdið varanlegum skemmdum á húð sem getur valdið öramyndun eða taugaskemmdum vegna frystingar eða leka á fljótandi gasi. Hafðu samband við heimilislækni ef þrjár meðferðir hafa ekki leitt til árangurs. Eftir eina meðferð skal bíða í 14 daga eftir að vartan detti af. Ef vartan hefur ekki breyst innan þess tíma getur þú notað Wortie frystipennann aftur. Bíðið alltaf í 14 daga á milli meðferða. Hreinsið alltaf málmoddinn með sótthreinsandi klút eftir hverja notkun. Látið málmoddinn ná stofuhita eftir hverja notkun áður en hann er virkjaður aftur til meðferðar á annari vörtu.

Notkunarleiðbeiningar:
Til að tryggja örugga og áhrifaríka notkun skal fylgja öllum skrefum í notkunarleiðbeiningunum vandlega. Ráðlagt er að taka tímann á meðferðinni og að notkunarleiðbeiningarnar séu lesnar vandlega fyrir notkun.

Vörtur og fótvörtur

1. Þrýstið geltúpunni varlega saman og berið einn dropa af leiðandi gelinu nákvæmlega á yfirborð vörtunnar.

2. Leggið þrýstihylkið (frystipennann) upprétt á borð eða á slétt yfirborð og fjarlægið lokið.

3. Haltu þrýstihylkinu (frystipennanum) stöðugu og í lóðréttri stöðu og setjið lokið aftur á þannig að örin á lokinu mæti frystitákninu.

4. Þrýstu lokinu niður í 3 sekúdur, (EKKI LENGUR EN 3 SEKÚNDUR). Þú ættir að heyra virkjunarhljóð (hiss). Bíddu þangað til ísíng er sýnileg á málmoddinum.

5. Taktu lokið af og settu frosna málmoddinn beint á vörtuna (á hendi) í 20 sekúndur eða í 40 sekúndur á fótvörtu (á fæti undir il).

6. Fótvörur: Við sárum eða aumum fótvörtum er hægt að setja hlífðarplástur yfir vörtuna að lokinni meðferð. Fjarlægðu plásturinn varlega af glæru filmunni og settu plásturinn í kringum vörtuna þannig að vartan sé í gatinu og plásturinn í kring. Hreinsaðu málmoddinn og settu lokið aftur á þannig að örin á lokinu mæti ekki frystitákninu á þrýstihylkinu (frystipennanum) Nú þarf að bíða í 14 daga en þá ætti vartan að vera farin.

Mikilvægar upplýsingar þegar Wortie Freeze Plus vörtubaninn er notaður:

• Ef þrýstihylkið (frystipenninn) var ekki á láréttum fleti á meðan á virkjun pennans stóð.

• Þú heyrir ekki hvissandi hljóð meðan á virkjun pennans stendur og/eða

• Hviss hljóð heldur áfram eftir virkjun pennans á að vera búin að eiga sér stað og/eða

• oddurinn verður ekki kaldur eftir að fysrtingin ætti að vera sýnileg á málmoddinum.

Ef eitt eða fleiri ofangreindra atriða er ekki fullnægt getur verið að varan virki ekki sem skyldi. Biluð eða gölluð vara getur leitt til meiðsla eða ófullnægjandi

meðferðar.

Ekki nota lengur en tilgreindur notkunartími segir til um: 20 sekúndur fyrir vörtur eða 40 sekúndur fyrir fótvörtur. Ekki beita of miklum krafti þegar frystipennanum er þrýst niður á vörtuna.

• Ef það eru fleiri en ein varta á fingri eða tá skaltu meðhöndla eina í einu. Að frysta nokkrar vörtur í einu á litlu svæði getur lengt bataferlið eða orsakað að svæðið mun ekki gróa almennilega. Meðhöndla skal hverja vörtu sérstaklega, með tveggja vikna millibili.
• Gelið skal einungis nota á erfiðar vörtur eða fótvörtur, ef þú ert ekki viss skaltu ráðfæra þig við heimilislækni.
• Verkur eða stingur getur komið fram við notkun og ætti að hverfa innan nokkurra klukkustunda eftir notkun. Ef óþægindi, verkur eða stingur hverfur ekki eða ef verkurinn er meiri en var viðbúið skaltu tala við heimilislækninn þinn.
• Ekki nota Wortie Freeze Plus vörtubanann samhliða öðrum vörtumeðferðum þar sem óvíst er hvaða áhrif samsett meðferð hefur á húðina.
• Andaðu ekki að þér gufu/gasi úr hylkinu, notist eingöngu á vel loftræstum svæðum. Innöndun gufu/gass getur verið skaðleg.
• Hlífðarplásturinn er eingöngu einnota. Fargaðu honum eftir notkun og ekki nota hann aftur.

Eftirfylgni eftir meðferð

• Haltu vörtusvæðinu hreinu.

• Þú mátt fara í sturtu og bað.

• Ekki klóra eða kroppa meðhöndlaða svæðið þar sem það gæti valdið sýkingu.

• Verndaðu blöðrur ef nauðsyn krefur með grisju eða sótthreinsuðum plástri.

• Ekki stinga á blöðrur. Að stinga á blöðrurnar getur verið sársaukafullt og valdið sýkingu.

• Forðastu beint sólarljós eða notaðu sólarvörn (SPF 30 eða hærra). Lágmarkaðu áreiti á meðhöndlaða svæðið eins og hægt er þar til svæðið er aftur orðið eðlilegt (þ.e. vartan/fótvartan er dottin af og húðliturinn orðinn eðlilegur aftur).

Ertu ekki viss hvort um er að ræða vörtu eða annan húðkvilla?

Einungis á að nota Wortie Freeze Plus vörtubana ef þú ert viss um að um vörtu sé að ræða. Ef þú ert ekki viss skaltu ráðfæra þig við lækni. Ef þú

meðhöndlar húðkvilla eins og að um vörtu sé að ræða með Wortie Freeze Plus vörtubana og það er ekki varta getur það leitt til versnunar eða alvarlegri húðsjúkdóms eða sjúkdóms. Lestu vandlega viðvaranir og varúðarráðstafanir.

Aukaverkanir

• Eftir meðhöndlun getur litur húðarinnar breyst allt frá því að vera hvítur í rauðan. Blaðra getur myndast undir vörtunni, einnig getur komið sársauki eða sviði sem hverfur innan nokkurra klukkustunda. Ef þessi óþægindi

hverfa ekki næsta dag eða innan 24 klst, eða ef önnur vandamál koma upp (t.d. ef húðin umhverfis vörtuna er frosin eða þú hefur skerta tilfinningu), leitið til læknis þegar í stað. Eðlilegt er að meðhöndlaða svæðið sé aumt í nokkra daga

• Litabreyting eða minniháttar ör getur myndast eftir að vartan dettur af.

• Svartir punktar geta myndast í miðri vörtunni nokkrum dögum eftir meðferð.

• Þegar notaðar eru kælimeðferðir til að frysta vörtur getur myndast minniháttar bruni vegna lágs hitastigs. Ef óþægindi koma fram umfram

það sem búist er við skal ráðfæra sig við lækni.

Frábendindingar:
• Ekki nota vöruna ef þú ert með sykursýki eða ert með lélegt blóðflæði. Wortie Freeze Plus vörtubani virkar með því að frysta vörtur. Frysta svæðið getur gróið hægar eða ekki nægilega vel hjá þeim sem hafa sykursýki eða lélegt blóðflæði.

• Ekki nota vöruna ef þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti. • Ekki nota vöruna á ert húðsvæði eða svæði sem er sýkt, rautt, eða sem sýnir einhver merki um bólgur eins og kláða eða bólgur. Ekki er víst að um vörtu sé að ræða og ætti því að leita ráða hjá lækni. Viðvaranir

Úðabrúsinn er afar eldfimur. Þrýstihylkið getur sprungið ef það hitnar. Ekki gata eða brenna hylkið, jafnvel þótt það sé tómt. Haldið frá hita, heitu

yfirborði, neistum, opnum eldi og öðrum íkveikjugjöfum. Ekki reykja nálægt hylkinu. Ekki úða á opinn eld eins og kerti eða aðra íkveikjugjafa. Passa að hylkið verði ekki útsett fyrir hita yfir 50°C/122F°. Verjið hylkið fyrir beinu sólarljósi og geymið það á þurrum og köldum stað. Götun eða útsetning fyrir miklum hita getur valdið því að hylkið springi sem getur haft alvarlegar afleiðingar. Forðist snertingu við augu. Snerting við augu getur valdið blindu. Ef varan kemst i augu skal skola augu vandlega með vatni í 15 mínútur og leyta tafarlaust læknishjálpar. Aðeins til útvortis notkunar. Geymist þar sem börn hvorki ná til né sjá. Börn geta ekki skilið leiðbeiningar um hvernig eigi að nota vöruna á réttan og öruggan hátt.

Wortie Freeze Plus vörtubani inniheldur:
Dímetýl eter

  • Túbu með leiðandi geli (5 ml) Innihaldsefni: Vatn, própýlenglýkól, fenoxýetanól, karbómer, tríetanólamín, kaprýlhýdroxamsýra, metýlprópandíól.
  • Sex hlífðarplástrar.

Hér getur þú keypt vöruna: